HVAÐ ER YONI EGG?

Yoni egg er egglaga kristall sem settur er upp í leggöngin meðal annars til að styrkja grindarbotnsvöðvana. Uppruna Yoni eggja má rekja allt aftur til Taoista til forna þannig að saga Yoni eggjanna nær aftur um nokkur árþúsund. Taoistar höfðu þá trú að með því að styrkja grindarbotnsvöðvana myndu konur efla lífsorkuna innra með sér.