Kveiktu á þér fyrir þig!

Námskeiðið “Kveiktu á þér, fyrir þig” er 4 vikna námskeið fyrir allar konur sem að vilja kynnast sér betur sem kynveru. 

Ert þú í tengingu við þína kynveru?

Ertu sátt með það kynlíf sem að þú ert að stunda, með þér og/eða öðrum?

Þorir þú að segja hvað þig langar til að upplifa í kynlífi og setja mörk?

Á þessu námskeiði munum við fara yfir það hverjar við eru sem kynverur. Hver og ein skoðar út frá sér.

Við munum fara yfir MEBES hjólið sem að hjálpar okkur við að tengjast huga okkar, tilfinningum, líkama, orku og sál.

Lærum tantrískar öndunaræfingar.

Gerum núvitundaræfingar.

Skoðum skynfærin okkar og hvernig þau geta hjálpað okkur til þess að njóta kynlífs betur.

Skoðum söguna okkar sem kynverur.

Hvernig líður okkur í líkamanum okkar og hvernig hugsum við til hans.

Þetta ásamt fleiru verður farið yfir á þessu námskeiði.

“ Námskeiðið Kveiktu á þér fyrir þig gaf mér dýpri skilning á kynorku minni og tilfinningum mínum. Ávinningurinn fyrir mig persónulega var svo eftir var tekið. Það var magnað að fara í gegnum tímana og verkefnin og sjá marga þætti í manns eigin sögu tengjast og fá svör sem maður vissi ekki að maður hefði spurningu við. Kristín er mögnuð að halda öruggu rými í viðkvæmum aðstæðum þar sem traust ríkir og engin kvöð er að gera neitt nema á eigin forsendum. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir konur sem vilja valdefla sig og stíga skref til baka í kjarnann sinn”.
“Viðfangsefni námskeiðsins á mikilvægt erindi til allra kvenna og ég mæli heilshugar með því að hver og ein kvennvera kynnist sér og tengist á nýjan, djúpan og heilandi hátt. Það gefur nýuppgötvaðan mátt. Kristín er fagleg og fræðandi og kemur efnistökum námskeiðsins vel frá sér. Hún heldur utan um hópinn og rýmið af alúð og styrk og vakti það hjá mér traust og hugrekki til að fara stór skref út fyrir öryggis mottuna”.