Hvað er kynlífs markþjálfi?

Menntaður fagmaður sem að skapar öruggt rými þar sem að fólk getur talað um allt sem varðar kynlíf sitt, fantasíur sínar, áfallareynslu, óöryggi og ótta án þess að þurfa að upplifa skömm. Kynlífs markþjálfi hjálpar fólki við að bæta kynlífið sitt, nánd og sambönd en einnig að sigrast á hinum ýmsu hindrunum. Einnig má alltaf gera gott kynlíf betra.

Kynlífs markþjálfun nær yfir mörg svið og má þar á meðal nefna:

sjálfsfróun- hlutverkaleikir- klám- snerting- nánd- sambönd- samskipti- líkamsímynd- afbrýðisemi- fantasíur- kynsjúkdómar- opin hjónabönd- swing-  BDSM- meðganga- eftir fæðingu -kynferðisofbeldi- fullnægingar- kynhvöt lá/mikil- kynhneigð-  kynlífsleikföng- frammistöðukvíði – sambandskvíði- of brátt sáðlát- sársauki við samfarir og fleira.