Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum, hvort sem það á við um í einkalífi eða starfi.

Markþjálfun byggist á samtölum, þar sem fullkomnum trúnaði er heitið og leitast markþjálfi við að aðstoða marksækjanda að virkja sjáfan sig og sjá möguleikana á að ná eigin markmiðum.

Hvaða ávinning hefur þú af því að fara í markþjálfun?

Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem kennir þér margt um sjálfan þig og getu þína til þess að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfun getur hjálpað þér við að setja þér markmið til skemmri eða lengri tíma og
framfylgja þeim.

Vilt þú:

Skýrari sýn á hvað þig langar?

Trú á sjálfan þig og getu þína?

Efla styrkleika þína?

Öðlast hugrekki til að fara þína leið
og fylgja hjarta þínu?

Finna neista þinn, kraft og löngun?

Hjálp og utanumhald til að ná
markmiðum þínum?

Þú þekkir þig best, ég aðstoða þig við að halda utan um púsluspilið til að sjá heildarmyndina.