Jákvæð áhrif þess að nota Yoni egg geta verið:
- Sterkari grindarbotnsvöðvar
- Minni þvagleki
- Aukin næmni legganga og þannig leitt til aukinnar ánægju
- Aukin kynorka
- Dýpri og lengri fullnægingar
- Aukinn raki í leggöngum
- Aukin tenging hið innra við legið
- Notkun Yoni eggja getur haft jákvæð áhrif á styrkingu grindarbotnsins eftir barnsburð
Öll Yoni eggin sem koma frá Eldmóði Yoni eru GIA vottuð. Gemological Institude of America (GIA) er sú stofnun sem er fremst í heiminum í vottun á demöntum, gimsteinum og perlum. GIA vottun tryggir að Yoni eggin eru örugg, hrein og ekta kristallar sem hafa ekki verið hitaðir, litaðir eða verið umbreytt.
Umhirða Yoni eggja
Fyrir notkun:
- Þvoðu eggið með því að notað volgt vatn (alls ekki sjóðandi heitt því það gætu komið sprungur í kristalinn). Einnig getur þú notað lavender olíu eða eplaedik til þess að sótthreinsa eggið.
- Hreinsaðu orkuna í kristalnum. Þú getur hreinsað orku Yoni eggsins undir fullu tungli, sett það á gluggakistuna þegar að sólin skín eða notað salvíu (white sage) eða palo santo (holy wood) til þess að hreinsa orkuna í því.
Eftir notkun:
- Þvoðu eggið á sama hátt og gert var fyrir notkun
- Geymdu Yoni eggið á góðum stað þar sem það er öruggt.
Þegar þú notar Yoni eggið er gott að byrja á að leggja eggið að hjarta þínu. Taktu nokkur andartök til þess að setja ásetning inn í kristalinn áður en þú byrjar að nota hann. Hverju viltu sleppa takinu af, hvað viltu skapa eða kalla inn í líf þitt. Mundu að kristallar koma frá móður jörð og hafa mikla orku í sér.
- Ef þú ert með Yoni egg sem er búið að bora holu í skaltu taka um 20 cm af t.d tannþræði sem er óvaxaður og án myntu (þráðurinn fylgir með). Þú þræðir bandið í gegn og bindur hnút. Einnig er hægt að nota hampþráð. Þráðurinn er til þess að toga eggið út eftir notkun.
- Þegar Yoni eggið er sett inn í leggöngin er breiðari endi eggsins settur að leggangaopinu. Taktu nokkra djúpa andardrætti og slakaðu á grindarbotninum. Þú getur notað kókosolíu eða uppáhalds sleipiefnið þitt til að auðvelda innsetningu. Gott er að hreyfa eggið í nokkra hringi áður en það er sett upp í leggöngin. Finndu þegar þú ert tilbúin að taka á móti því og settu það þá inn.
- Einnig er hægt að æfa sig í aðferð sem kallast “sipping” á ensku, en hún er þannig að þú ferð með eggið í hæga hringi í kringum leggangaopið. Tengdu þig við hjartað og andaðu djúpt og rólega og slakaðu á kjálkanum í leiðinni. Þegar þú finnur að þú ert tilbúin þá reynir þú að láta leggöngin sjúga eggið inn. Þetta getur krafist mikillar æfingar.
- Þegar eggið er komið inn er mikilvægt að anda og tengja þig við hjarta og andardrátt. (setti feitletraða textann í aðra málsgrein, var að spá í hvort þetta ætti ekki alltaf við, eða bara við þetta sipping)
- Þegar Yoni eggið er komið inn í leggöngin getur þú gengið um og spennt grindarbotnsvöðvana og slakað á til skiptis. Einnig er hægt að gera öndunaræfingar, hugleiðsluæfingar, yoga eða einfaldlega sitja á stólbrún eða liggja útaf og spenna og slaka á grindarbotnsvöðvum til skiptis.
- Ef Yoni eggið dettur strax út aftur þegar það er sett inn í leggöngin getur verið gott að leggjast á bakið og spenna grindarbotnsvöðvana reglulega og slaka á. Á endanum munu grindarbotnsvöðvarnir halda egginu inni, það tekur tíma að þjálfa þá upp.
Þegar þú tekur Yoni eggið úr leggöngunum:
- Ef þú ert með Yoni egg með þræði togar þú rólega í þráðinn þar til eggið fer úr leggöngunum.
- Ef þú ert ekki með Yoni egg með þræði skaltu einfaldlega þrýsta egginu út úr leggöngunum. Einnig er hægt að nota einn fingur til þess að ná því út.
- Passaðu að missa ekki Yoni eggið.
- Mælt er með því að nota eggið ca. 3x í viku í 10 til 15 mínútur í senn til að byrja með. Eftir það er hægt að nota það að vild. Athugið að ekki er mælt með að sofa með eggið eða vera með það allan daginn. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og ef þú færð krampa (svipað og túrverkir) þá er gott að hvíla þann dag.
Athugið: Ekki er mælt með því að nota Yoni eggið þegar þú ert á blæðingum eða barnshafandi. Ef þú ert með lykkjuna er þér ráðlagt að hafa samband við lækni áður en notkun hefst. Þá er mælt með því að nota egg sem er ekki með gati fyrir þráð.